Fréttir og viðburðir

Frá formanni

Frá formanni

22.05.2025

Heil og sæl öll og gleðilegt sumar.

Á aðalfundi FKE þann 5. apríl s.l. var félaginu kosin ný stjórn. Gunnlaugur Dan Ólafsson, Guðrún Erla Björgvinsdóttir, Kristín Ísfeld og Valborg E. Baldvinsdóttir höfðu þá setið í stjórninni í sex ár sem er hámark samfelldrar stjórnarsetu. Nýja stjórn skipa: Ragnar Jónasson formaður, Sesselja Sigurðardóttir ritari, Helgi Árnason gjaldkeri, Skarphéðinn Guðmundsson og Björg Baldursdóttir. Varamenn eru Svava Bogadóttir og Kristín Þórisdóttir.

Nýja stjórnin er þegar farin að huga að verkefnum næsta vetrar og Ferðaráð að sumrinu 2026. Við hvetjum alla félagsmenn að fylgjast með heimasíðu FKE og hvetja fyrrum samkennara og bekkjarsystkini úr kennaranáminu að ganga í félagið. Það þarf ekki að greiða nein félagsgjöld því Kennarasamband Íslands styrkir okkur árlega til starfa okkar. Að sjálfsögðu verður félagsstarfið kynnt í vetrarbyrjun og sumarferðir 2026 verða svo kynntar í janúar .

Njótið svo sumarsins, 
Fyrir hönd stjórnar
Ragnar Jónasson formaður

Ferðir og dvöl að Löngumýri í Skagafirði

Samkomulag er um að fráfarandi stjórn ljúki þeim verkefnum sem hún stóð að í sinni tíð og ber ábyrgð á, þrátt fyrir stjórnarskipti 6. apríl síðast liðinn. Það eru einkum tvennt, ferðir og útgáfa á söngbók Félags kennara á eftirlaunum. Aðsókn að ferðum á vegum félagsins hefur verið góð og fullbókað í allar ferðir.
Þrátt fyrir góða aðsókn að dagsferð í Þórsmörk 14. ágúst, er möguleiki að skrá nokkra til viðbótar til 15. júní, enda aðeins spurning um fjölda sæta í rútu, skráning hjá gudbjo@simnet.is. Verð fyrir þá ferð er kr.19.000 kr.

Langamýri í Skagafirði 5.- 8. ágúst.

Hér er enn sem komið er tækifæri fyrir nokkra félagsmenn að skrá sig til þátttöku í orlofsdvölina. Aðstaða er öll til fyrirmyndar og boðið upp á gistingu í eins og tveggja manna herbergjum í heimilislegu og notalegu umhverfi í hjarta Skagafjarðar. Innifalið er gisting, morgun – hádegis og kvöldverðir, kvöldvökur og tvær ferðir þar sem heimsóttir verða áhugaverðir staðir í Skagafirði með leiðsögn svo eitthvað sé nefnt. Frábær ferð til að slaka á, njóta góðs félagsskapar í fallegu umhverfi. Umsóknarfrestur hefur verið lengdur til 1. júlí. Tilkynna þarf þátttöku í síma 841-8333, eða með tölvupósti gunnlaugurdan @fiskt.is. Verð er kr. 60.000 fyrir gistingu í tveggja manna herbergi og kr. 70.000 fyrir gistingu í eins manns herbergi.

Þátttökugjald greiðist inn á reikning 0310-26-11223, kennitala 640169-0369.

Þegar endanlegur hópur hefur verið myndaður, mun félagið í samvinnu við þátttakendur skoða ferðatilhögun. Ýtarlegri upplýsingar er að finna í Fréttabréfi félagsins og á heimasíðu þess.

Að lokum vil ég, persónulega, og fyrir hönd stjórnarmanna sem hættu í stjórn á síðasta aðalfundi, þakka samfylgdina síðust sex ár og óska ykkur öllum gleðilegs sumars.

Með sumarkveðju,
Gunnlaugur Dan Ólafsson

Útgáfa Söngbókar FKE

Fráfarandi stjórn FKE gaf út Söngbók í tilefni 45 ára afmælis félagsins. Félag kennara á eftirlaunum var stofnað 1. mars 1980 og varð því 45 ára 1. mars 2025. Þrír fyrrverandi stjórnarmenn, þær Björg Baldursdóttir, Guðrún Erla Björgvinsdóttir og Sesselja Sigurðardóttir völdu söngtextana, en Sverrir Sveinsson sá um umbrot og vinnslu bókarkápu.

Söngbókin er eign FKE og hugsuð til þess að nota í ferðum félagsins, á Grandfundum eða bara í hvaða tilefni sem er þar félagar koma saman.

Jóhann Már Jóh(...)
ritaði
05.06.2025, 14:53
Gaman væri að sjá bókina á netinu, sjá lagavalið.
Leit