Fréttir og viðburðir

Fyrsti Grandfundur ársins

Fyrsti Grandfundur ársins

Laugardaginn 1. febrúar var haldinn spila-og skemmtifundur á Grandhóteli.

Spilað var á fimm borðum. Vinningshafar voru hjónin Ingibjörg Valdimarsdóttir og Ármann Árni Stefánsson. Eftir mjög glæsilegar kaffiveitingar komu til okkar söngkona að nafni Vigdís Þóra Másdóttir og gítarleikarinn Guðmundur Magnússon. 

Óhætt er að segja að þau bræddu hjörtu okkar allra með einstaklega ljúfri tónlist og vel völdum lögum.

30 manns sóttu fundinn.

Engin ummæli enn
Leit