Fréttir og viðburðir

Grandfundur 7. desember 2024

Grandfundur 7. desember 2024

Laugardaginn 7. desember var jólafundur FKE haldinn á Grandhóteli.

Mæting var mjög góð. Spilað var á níu borðum og að þessu sinni urðu vinningshafar í félagsvistinni Kristín G. Ármannsdóttir og Ragnar Jónasson.

Ekkó-kórinn söng, bæði einn sér, og svo tóku fundargestir undir og sungu nokkur jólalög með kórnum.

Á meðan félagar gæddu sér á kaffi og kræsingum flutti Björg Baldursdóttir afar skemmtilega og ljúfa hugleiðingu um bernskujól sín í Vigur á Ísafjarðardjúpi, þar sem veður gátu orðið válynd um jólaleytið.

63 félagar sóttu fundinn sem var afar ánægjulegur í alla staði.

Engin ummæli enn
Leit