Fréttir og viðburðir

Menningarferð í Hafnarfjörð

Menningarferð í Hafnarfjörð

Miðvikudaginn 3. apríl 2024 stóð FKE fyrir menningarferð í Hafnarfjörð.

Safnstjóri frá Byggðasafni Hafnarfjarðar, Rósa Karen Borgþórsdóttir, tók á móti hópnum og sagði vel og skilmerkilega frá því helsta sem safnið hefur upp á að bjóða en safnið er í fjórum húsum.

Pakkhúsinu sem er með þrjár sýningar í gangi hverju sinni og svo fastasýningu um sögu bæjarins.

Hús Bjarna Síversen sem er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt 1803. Það sýnir mjög merkilega sögu Bjarna og fjölskyldu hans.

Siggubæ sem er sýnishorn af heimili verkamanns og sjómanns í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar og Beggubúð sem er verslunarminjasafn.

Hvert húsanna geymir mikla sögu í máli og myndum.

Var þetta afar skemmtileg og fróðleg ferð.

Engin ummæli enn
Leit