Ekkó - kórinn

Um Ekkó-kórinn

Árið 1996 vann Helgi Þorláksson að því að stofna kór meðal eldri kennara. Það var upphafið að því að EKKÓ kórinn varð til og var formlega stofnaður 1997. Þá var söngstjóri Jón Hjörleifur Jónsson fyrrum tónlistarkennari og skólastjóri við Hlíðardalsskóla í Ölfusi. 

Höfuðmarkmið með stofnun kórs var að koma fram á skemmtunum hjá Félagi kennara á eftirlaunum. Kórinn syngur á jóla- og hátíðarfundum FKE og einnig við ýmis önnur tækifæri. Má þá nefna að kórinn hefur oft sungið á hjúkrunarheimilum og við messur í Áskirkju t.d. á uppstigningardag. 

Kórinn tók þátt í vortónleikum tveggja kóra sem haldnir voru í Vídalínskirkju í maí 2023. Var ásamt kór félags eldri borgara í Reykjavík með samsöng í Áskirkju fyrr á þessu ári. Þá tók kórinn þátt ásamt fleiri kórum í setningu fullveldishátíðar fyrir framan Stjórnarráðið 1. desember 2018. Var það afar hátíðleg stund þrátt fyrir napran vind og kulda en 1918, fyrir 100 árum, var einstök hátíð á sama stað þegar Ísland var lýst fullvalda ríki. 

Vorferðir eru farnar árlega og þá er oft komið við og sungið á hinum ýmsu stöðum eins og t.d. í Skálholti, Forsæti í Flóahreppi, í Vitanum á Akranesi svo eitthvað sé nefnt. 

Kórinn hefur notið margra góðra kórstjóra öll þessi ár, en nú stjórnar Bjartur Logi Guðnason kórnum af sinni alkunnu snilld og hefur gert það síðan 2011, eða í 12 ár. 

Í kórnum eru að jafnaði 40-50 félagar sem greiða kr. 5000 árlega og svo nýtur kórinn þess að fá árlegan styrk frá FKE.

Æfingatímar

Æfingar fara fram í Kennaraháskólahúsinu við Stakkahlíð á þriðjudögum kl. 16:30- 18:00. þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í því starfi mæti á þessum tíma. Ekki þarf sérstaka skráningu. Formaður er Sesselja Sigurðardóttir sessegud@gmail.com sími : 8919071.
Leit