Göngur

Um gönguhópinn

Ganga FKE sem stofnað var til 2018 hefur notið vinsælda og nú er kominn fastur kjarni sem mætir galvaskur á mánudögum kl. 13:00, gengur í klukkutíma og svo leitum við uppi kaffistað og spjöllum saman yfir kaffibolla, þeir sem það vilja. Sjötta starfsárið er hafið og starfið hófst mánudaginn 18. september og verður á hverjum mánudegi. Verður póstur sendur til þátttakenda um hvaðan við göngum í hvert sinn. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband með tölvupósti við göngustjórana Skarphéðinn Guðmundsson  (skarph@ismennt.is) eða Valborgu E. Baldvinsdóttur (vallakop@gmail.com), því mætingarstaður er boðaður með netpósti og valin staðsetning eftir veðurhorfum

2023

Leit