Ferð til Flórens 8.–13. maí 2026

Sr. Þórhallur Heimisson sem starfar hjá „Kólumbus-Ævintýraferðir“ hefur skipulagt og stýrir ferð okkar til Flórens næsta vor.
Fullt verð ferðarinnar er kr. 349.000 en FKE mun greiða hana niður svo að okkar verð er kr. 297.000 á mann í tveggja manna herbergi. Niðurgreiðslan nær til skráðra félaga í FKE og maka/vina þeirra. Fyrir lokagreiðslu verður styrkur FKE greiddur til ferðaskrifstofunnar. – Það er talsvert gengið um milli skoðunarstaða í Flórens svo ferðin reynir á fótfærni fólks. Vinsamlegast athugið það.
„Kólumbus- Ævintýraferðir“ sjá um alla skráningu og innheimtu vegna ferðarinnar. Við erum með rúmlega 30 sæti og eru þátttakendur hvattir til að bóka sig sem allra fyrst og borga staðfestingargjald sem er kr. 50.000.
Skráning í ferðina fer fram í gegnum vef Kólumbus Ævintýraferða, en til að opna skráningarsíðuna þarf að slá inn aðgangsorðið „Kennarar“. Að skráningu lokinni er rukkun fyrir staðfestingargjaldinu send í heimabankann ykkar, en lokagreiðslu þarf að inna af hendi 70 dögum fyrir brottför. Niðurgreiðsla FKE verður þá komin inn í þá kröfu. Lokagreiðsluna greiðið þið svo gegnum „greiðsluhlekk“ vegna kortatrygginga ykkar. Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að selja öðrum laus sæti eftir 4. ágúst svo að gott er að bregðast skjótt við.
Smelltu á skjalið hér fyrir ofan til að opna og lesa ferðalýsinguna
Leit