Orlofsdvöl á Löngumýri í Skagafirði

Langamýri í Skagafirði

Félag kennara á eftirlaunum býður nú upp á nýjan valkost, orlofsdvöl á Löngumýri í Skagafirði þriðjudaginn 5. til föstudags 8. ágúst 2025. Aðstaða er öll til fyrirmyndar og er boðið upp á gistingu í eins og tveggja manna herbergjum, fyrir allt að 30 manns. 

Á staðnum er mikið lagt upp úr heimilislegu og notalegu andrúmslofti, góðum mat og glaðværð. Staðsetningin er ljómandi góð í hjarta Skagafjarðar, um 3.5 klst. akstur frá Reykjavík.

Gestir sjá sjálfir um að koma sér á staðinn 5. ágúst milli kl. 16:00 og 18:00. Alla dagana er morgunverður og kvöldverður og öll kvöldin verður kvöldvaka þar sem gestir og heimamenn geta látið ljós sitt skína. Farið verður í skoðunarferðir um Skagafjörð með leiðsögn hjá staðkunnugum leiðsögumanni, miðvikudag og fimmtudag. Farið verður fyrir Skaga og í framdali Skagafjarðar. 

Auk dagskrárinnar gefst tækifæri til að slaka á og njóta fallegrar náttúru Skagafjarðar. Brottför er að loknum morgunverði 8.ágúst. 

Umsóknir berist fyrir 1. júní í gegnum eyðublaðið hér á síðunni, sem póstur á netfangið fke@fke.is eða í síma 841-8333

Með umsókn þarf að koma fram: nafn, kennitala, netfang og sími

Verð er 60.000 á mann miðað við tvo í herbergi, en 70.000 fyrir einstaklings herbergi. Þátttökugjald greiðist inn á reikning 0310-26-11223, kennitala 640169-0369, fyrir 1. júní. 

Umsókn er ekki gild fyrr en greiðsla hefur verið innt af hendi. 

Innifalið er: Gisting, morgunverður, hádegisverður og kvöldmatur alla dagana, kvöldvökur, heimsóknir á áhugaverða staði, tvær rútuferðir og leiðsögn. Frábær ferð til að njóta góðs félagsskapar í fallegu umhverfi. 

Með þessu verkefni, sem er tilraunaverkefni, gefst kostur á að leggja mat á hvort þetta sé grunnur sem byggja má á og þá að lengja dvölina.

Skráning í orlofsdvöl

Leit