Orlofssjóður KÍ
ORLOFSSJÓÐUR OG FKE
Orlofssjóður KÍ er sameiginlegur sjóður allra félaga KÍ sem rekinn er fyrir 0.25% launaframlag frá atvinnurekendum. Stjórn sjóðsins er skipuð fulltrúum allra 7 aðildarfélaga KÍ. Formenn félaganna velja fulltrúa sína.
Til að halda réttindum í sjóðunum við starfslok þarf að skrá sig í Félag kennara á eftirlaunum (FKE). Fólk verður ekki sjálfkrafa meðlimir í félaginu, heldur þarf að skrá sig sérstaklega.
Til að skrá sig þarf að senda beiðni í gegnum fyrirspurnakerfi KÍ þar sem fram kemur nafn, kennitala, farsími og netfang. Einnig er hægt að skrá sig með því að senda inn fyrirspurn hér eða að hringja í s: 595-1111.
AÐILD OG PUNKTAR
Allir félagar FKE halda ákveðnum réttindum í Orlofssjóð KÍ.
Réttindin eru þau sömu að sumarúthlutun orlofshúsa undanskilinni.
Eftir starfslok hætta félagar að ávinna sér inn punkta, en hægt er að kaupa 24 punkta á 356 daga fresti.
Til að kaupa þarf að hafa samband við Orlofssjóð í s: 595-1111 eða senda póst á orlof@ki.is.
Þegar punktar klárast er hægt að nýta sér þá þjónustu sem fela ekki í sér punktafrádrátt. Það er til dæmis leiga á orlofshúsum á virkum dögum yfir haust- og vetrartímabilin.
Punktastöðu er hægt að finna á síðan mín/mínar upplýsingar á orlofsvef KÍ.
ORLOFSHÚS OG ÚTHLUTUN
Leigutímabil orlofshúsa skiptist í haust-, vetrar- og sumartímabil. Haust- og vetrartímabilið nær frá september til júní byrjunar.
Opnað er fyrir leigu á hausttímabilinu um miðjan maí og vetrartímabilið opnast þegar líða fer á september.
Fyrir haust- og vetrartímabilin gildir reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“ og hafa félagar í FKE á allan hátt sama rétt og þeir sem enn eru við störf. Virkir dagar á þessum tímabilum eru oft lausir, á lágu verði og eru án punktafrádráttar. Við hvetjum því félaga í FKE eindregið til að nýta sér virka daga þar sem punktar eru dregnir frá um helgar.
Sumartímabilið nær yfir júní, júlí og ágúst og hafa félagar í FKE ekki rétt á að sækja um í úthlutun. Í úthlutun er helmingi eigna úthlutað eftir punktastöðu. Eftir að úthlutun er afgreidd er opnað fyrir netbókanir í skrefum yfir nokkurra daga tímabil.
FKE félagar fá aðgang að netbókunum á sama tíma og starfandi félagar sem ekki eiga punkta, eða á síðasta skrefinu.
GJAFABRÉF Í FLUG
Orlofssjóður býður gjafabréf frá Icelandair og PLAY. Nokkrir flokkar gjafabréfa eru í boði undir flipanum „FLUGMIÐAR OG KORT“. Til að nýta sér niðurgreiddu gjafabréfin, sem gefa allt að 10,500-kr. afslátt, þarf að eiga punkta.
Aðrar flokkar gjafabréfa eru einnig í boði, sem gefa ekki eins mikinn afslátt og það þarf þá enga punkta til að kaupa þau. Sem dæmi, þarf enga punkta til að kaupa gjafabréf PLAY sem kostar 24,000-kr., en gildir sem 30.000-kr. greiðsla við kaup á flugmiða.
Vinsamlega athugið að það er aldrei hægt að fá gjafabréf flugfélaga endurgreidd og mælt er með að kaupa ekki fleiri bréf en nota skal strax og lesa vel skilmála.
AFSLÁTTUR AF HÓTELGISTINGU
Við innskráningu á Orlofsvef KÍ verður flipinn „FERÐAÁVÍSUN (HÓTEL)“ sýnilegur. Þar er að finna, ásamt fleiru, tilboð á hótelgistingu um allt land sem félagar í FKE geta nýtt sér. Hafa þarf samband við gististað og fá staðfest að laust sé hjá þeim á tilboðsverði áður en bókað er og ávísun keypt.
Nánari upplýsingar eru undir flipanum „upplýsingar“ á orlofsvef KÍ.
ANNAR AFSLÁTTUR
Á orlofsvef er einnig að finna annan afslátt sem stendur félögum FKE til boða. Þar má nefna Útilegukortið, Veiðikortið og margt fleira.
Frekari upplýsingar er að finna undir flipanum „Afslættir“ á orlofsvef KÍ.
Nánari upplýsingar má fá með að senda tölvupóst á orlof@ki.is eða hringja í s: 595-1111.
Allar upplýsingar tengt Orlofssjóði má einnig finna hér
.