Orlofssjóður KÍ

ÚTHLUTUNARREGLUR ORLOFSSJÓÐS KÍ

Þar sem stjórninni hafa borist margar fyrirspurnir um úthlutanarreglur Orlofssjóðs á sumarhúsum og fleira sem þeim tengjast, fengum við fund með Ólöfu S. Björnsdóttur. Hún fór yfir reglurnar með okkur og tók svo saman þetta ágrip til upplýsingar fyrir félagsmenn FKE.

LÁGMARKSPUNKTAEIGN
Til að geta bókað eða nýtt aðra þjónustu OKÍ þurfa félagsmenn að eiga orlofspunkta. Ef punktaeign fer niður fyrir mínus -23 punkta missa félagsmenn réttinn það árið eða þar til ný orlofspunktaúthlutun hefur átt sér stað (mars ár hvert). Félagsmenn ávinna sér 24 orlofspunkta á ári. Félagsmenn geta ef svo ber undir keypt viðbótarpunkta og er þá verðgildi hvers punkts kr. 500. Að hámarki er hægt að kaupa 24 punkta á 365 daga tímabili. Hafa þarf samband við skrifstofu ef slíks er óskað. Leiga orlofshúsa eða önnur niðurgreidd þjónusta krefst þess einnig að félagsmenn eigi tiltekinn fjölda punkta. Einnig þarf að athuga að til þess að þeir félagsmenn sem hafa látið af störfum geta nýtt orlofsvefinn þá þurfa þeir að vera skráðir félagsmenn í FKE.Á vef Orlofssjóðs er að finna gjafabréf í flug, flugmiða innanlands, kort, orlofshús og annað til sölu með eða án punktafrádráttar.Sjóðfélagar sem eiga orlofspunkta geta keypt þjónustu á bókunarvef sjóðsins eða á skrifstofu Orlofssjóðs.

REGLUR ORLOFSSJÓÐS KÍ
Hér er hlekkur í núgildandi reglur orlofssjóðs:https://www.ki.is/media/tsdlv3xy/orlof_reglur_2019_til_2020_uppfaert_a_vef_260619.pdf

REGLUR UM ÚTHLUTUN OG PUNKTAKERFI
Úthlutun orlofshúsa KÍ fer eftir orlofspunktaeign félaga. Úthlutunartímabil orlofshúsa KÍ eru þrjú á ári. Opnun fyrir sumartímabil (júní-ágúst) er í byrjun apríl ár hvert; hausttímabil (lok ágúst-byrjun janúar) er til úthlutunar í byrjun júní og seinni hluti vetrar/vor er til úthlutunar í byrjun september ár hver.Á sumartímabili gilda tvær reglur: “úthlutun” (vikuleigur) eða „fyrstur kemur, fyrstur fær“ (flakkarar). Úthlutunarreglan er á þann máta að félagsmenn hafa nokkrar vikur til að bóka og geta jafnframt valið um allt að sex eignir. Bókunarkerfið úthlutar síðan eftir punktaeign félagsmanna. Reglan “fyrstur kemur fyrstur fær” felur í sér að þeir félagsmenn sem eiga flesta punkta geta fyrstir byrjað að bóka leigu á Orlofsvefnum og er hann [orlofsvefurinn] stilltur í samræmi við það. Opnunartímabil og dagsetningar eru auglýst á orlofsvef KÍ sem og send til félagsmanna í fjölpósti.Félagsmenn í Félagi kennara á eftirlaunum (FKE) eiga ekki lengur punktaeignarforgang til að bóka orlofseignir þegar opnað verður fyrir sumarúthlutanir. Þeir geta því einungis bókað orlofseignir þegar opnað verður fyrir almenna úthlutun sumartímabilsins. Yfir vetrartímann eru ekki teknir punktar fyrir leigur í miðri viku í orlofshúsum á Flúðum og Kjarnaskógi.
Leit